spot_img
HomeNBAEmoni Bates næsta stjarnan?

Emoni Bates næsta stjarnan?

Að öllu jöfnu er það fremur ótímabært að tala um það að 15 ára gutti stefni í að verða næsta stjarnan í NBA körfuboltanum. En það virðist nú vera staðreyndin og keppast miðlar vestra hafs að mæra ungan mann að nafni Emoni Bates sem enn spilar í miðskóla.

Líkt og iðulega er þessum unga pilt líkt við leikmenn sem á undan hafa verið og að þessu sinni er það Kevin Durant sem er notaður í samlíkingu við Bates . Holning á Bates er vissulega ekki ólík Durant, langur og horaður með fínt skot og fína hæfileika að stinga knettinum í gólfið.

Bates er nú þegar komin í 207 metra hæð aðeins 15 ára gamall og útsendarar háskólanna halda vart vatni yfir dreng. Jafnvel er árinni dýft svo djúpt að talað er um það besta síðan Lebron James kom úr miðskóla sínum beint í NBA deildina og að 1. valréttur í háskólavalinu 2022 sé nú þegar komin í ljós, þ.e.a.s ef deildin breyti reglum sínum á ný og leyfi leikmönnum að koma beint inn í deildina úr miðskóla.

Þó vissulega sé langt í land með pilt þá er margt í spilamennsku Bates nú þegar sem útsendarar vestra segja hann gera ótrúlega vel og “þroskað” miðað við aldur. Í það minnsta mun hinn litli bær, Ypsilanti í Michigan fylki vera nokkuð vinsæll, en þaðan er piltur og spilar með skóla sínum næstu árin.

Fréttir
- Auglýsing -