spot_img
HomeFréttirEmma sér fyrir sér að spila fyrir Ísland í framtíðinni "Pabbi, þetta...

Emma sér fyrir sér að spila fyrir Ísland í framtíðinni “Pabbi, þetta er eitthvað sem ég vill gera”

Norðurlandamót yngri landsliða er nú haldið í fimmta skipti í Kisakallio í Finnlandi. Þar kepptu undir 16 ára lið stúlkna og drengja dagana 1.-5. ágúst á meðan að undir 18 ára liðin keppa nú 16.-20. ágúst.

Af þeim 12 leikmönnum sem eru í undir 18 ára liði stúlkna er einn sem að sker sig úr hópnum að því leyti að hafa ekki spilað með neinum yngri flokkum á Íslandi. Emma Grace Theodórsson er hálf íslensk og ákvað á síðasta ári að athuga þann möguleika að leika fyrir yngri landsliðin, en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma bæði fyrir yngri landslið Íslands, sem og með félagsliðum ÍR og Vals.

Emma Grace leikur sem stendur fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pensylvaníu í Bandaríkjunum og hefur samið við Bucknell Bison um að leika með þeim í háskólaboltanum, en hún hafði úr mörgum háskólatilboðum að velja. Bucknell leika í fyrstu deild bandaríska háskólaboltans og ná reglulega að komast í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans sem haldið er í mars á hverju ári.

Karfan spjallaði við Emmu Grace um ákvörðunina um að gangast til liðs við Ísland, muninn á körfuboltanum sem er spilaður á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum og hvernig reynslan hefur verið á Norðurlandamótinu.

Fréttir
- Auglýsing -