Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Vilníus í Litháen.
Með öruggum 25 stiga sigri gegn Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar, 71-96, tryggði Ísland sig áfram í átta liða úrslit keppninnar.
Í átta liða úrslitum keppninnar mun liðið mæta Króatíu þann 11. júlí.
Fréttaritari Körfunnar í Litháen ræddi við þær Emmu Snæbjarnardóttur og Báru Björk Óladóttur eftir leikinn gegn Úkraínu.



