spot_img
HomeFréttirEmil Þór í Vesturbæinn

Emil Þór í Vesturbæinn

Emil Þór Jóhannsson sem lék með Snæfellingum á síðustu leiktíð hefur ákveðið að söðla um og mun spila með KR á næsta tímabili. Emil var stór þáttur í Íslandsmeistaraliði Snæfells 2010 og ljóst að það verður eftirsjá af honum í Hólminum.

Eftirfarandi fréttatilkynning kom frá herbúðum KR-inga.

 
KR gekk frá tveggja ára samningi í dag við Emil Þór Jóhannsson. Emil gengur til liðs við Vesturbæjarliðið frá Snæfelli þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil. Emil, sem er uppalinn í Fjölni, hefur einnig leikið með FSU og Breiðablik áður en hann gekk til liðs við Snæfellinga. Hann var valinn í A-landsliðshóp Íslands sem hóf æfingar fyrir Norðurlandamót en komst ekki áfram að þessu sinni og þykir meðal efnilegri leikmanna landsins.

Mynd/ Emil Þór mun leika í Vesturbænum á næstu leiktíð – kr.is

[email protected]

 
Fréttir
- Auglýsing -