Enn er ekki útséð með hvort Kári Jónsson leiki með Haukum í kvöld þegar Hafnfirðingar mæta í Þorlákshöfn í annan leik sinn í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla. Kári hlaut þungt högg þegar miðherjinn Ragnar Nathanaelsson setti á hann bakhindrun í fyrsta leik liðanna.
„Kári var settur í test í gær, sem kom ágætlega út, en þó eru einhver atriði sem þarf að skoða betur. Staðan á honum verður því tekin aftur í dag og svo aftur eftir upphitun ef hann á annað borð hitar upp. Við getum því í raun ekkert gert en að vona það besta,“ sagði Emil Örn Sigurðarson annar tveggja aðstoðarþjálfara Hauka við Karfan.is í morgun.



