spot_img
HomeFréttirEmil og Íris best hjá Haukum

Emil og Íris best hjá Haukum

Lokahóf Kkd. Hauka fór fram á dögunum og voru það Emil Barja og Íris Sverrisdóttir sem að voru valin bestu leikmenn meistaraflokkanna fyrir leiktíðina 2011-12.
Emil og Íris voru einnig valin bestu leikmenn valdir af stuðningsmönnum félagsins og er þetta annað tímabilið í röð sem að þau tvö eru valin af stuðningsmönnum. Emil var svo einnig valinn besti varnarmaðurinn í karlaliðinu en Guðrún Ósk Ámundadóttir hjá stelpunum.

Haukur Óskarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir voru valin efnilegustu leikmennirnir og Steinar Aronsson og Margrét Rósa Hálfdanardóttir fengu framfararverðlaunin.

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -