Emil Karel Einarsson varð fyrir því óhappi á æfingu á miðvikudaginn að brjóta Bátsbein á hægri hendi og verður frá í 6-8 vikur. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Þorlákshafnarliðið sem má ekki við að missa menn í meiðsli. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs, www.thorkarfa.com – Sérstaklega er þetta leiðinlegt fyrir Emil sjálfan sem er í dúndurformi og ætlaði að stimpla sig inn í deildina. Það verður einhver bið á því en talið er að Emil komi tvíefldur til leiks öðru hvoru megin við jólin.
Þá er einnig ljóst að unglingaflokkurinn verður sá lágvaxnasti á landinu þar sem Emil er eini leikmaður unglingaflokks Þórs sem nær yfir 190 cm.



