spot_img
HomeFréttirEmil: Ekki tilbúnir í sumarfrí

Emil: Ekki tilbúnir í sumarfrí

„Þetta er alls ekkert búið, við eigum alveg séns í Njarðvíkinga og verðum bara að taka hina leikina,“ sagði Emil Barja leikmaður Hauka eftir annað tap gegn Njarðvíkingum í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Haukar eru komnir í klípu, vinna þrjá leiki í röð eða vinda sér í sumarfrí.
 
 
„Þeir eru að komast með Elvar og Loga soldið inn miðjuna þar sem þeir rétta Tracy bara boltann og hann er að fara illa með okkur. Tracy er þyngri en við allir svo við þurfum að þétta miðjuna og finna leið til að stoppa hann í teignum, hann nær of mikið af opnum skotum og troðslum sem hann nýtir bara vel,“ sagði Emil en miðherji Njarðvíkinga setti 25 stig á Hauka í kvöld og hámaði í sig heil 22 fráköst!
 
„Við munum undirbúa okkur vel fyrir þriðja leikinn og mætum dýrvitlausir á föstudag. Við erum alls ekki tilbúnir til þess að fara í sumarfrí svona snemma,“ sagði Emil enda ekkert svo langt síðan Haukar rassskelltu Njarðvíkinga.
 
„Nei það er ekki langt síðan, við þurfum að fara yfir þetta en Njarðvíkingar voru klárlega verri í þeim leik en þessum fyrstu tveimur núna í úrslitakeppninni. En við þurfum að finna þetta Haukalið aftur sem rassskellti þá síðast.“
 
Mynd/ Axel Finnur 
Fréttir
- Auglýsing -