“Ég er búin að æfa já með liðinu og líður bara vel líkt og alltaf í Ljónagryfjunni. Ég var fljótur að komast inn í sóknarkerfinn og þetta er bara spennandi að fá að taka þátt í þessum tveimur leikjum sem eftir eru hjá liðinu núna.” sagði Elvar Már Friðriksson í viðtali við Karfan.is nú rétt í þessu. Elvar sem fyrr segir í svo kölluðu vor fríi (Springbreak) frá skólanum og ákvað að koma til Íslands og njóta sín með fjölskyldunni. En kom aldrei til greina að skella sér til Florida líkt og flestir háskólanemar stefna í þessu fríi.
“Ég hugsaði það jú vissulega en að þessu sinni hafði ég ekki efni á því. Þrátt fyrir veðrið hér heima þá er nú alltaf gott að koma heim í faðm fjölskyldunnar. Svo er það bónus náttúrulega að fá að spila með liðinu sínu.”
Elvar taldi það ótímabært að fara að ræða það að koma heim í úrslitakeppni og spila. “Ég sjálfur er ekki komin svo langt að hugsa um það en mér þykir það langsótt að úr verði. Ég er náttúrulega í námi og þarf að einbeita mér að því að klára skólaárið. En við skulum bara sjá hvað verður.” sagði Elvar að lokum.



