spot_img
HomeFréttirEmbla og Angela áfram í Grindavík

Embla og Angela áfram í Grindavík

 

Angela Rodriguez hefur verið ráðin spilandi þjálfari fyrir næsta tímabil hjá Grindavík, en liðið féll úr Dominos deildinni niður í þá fyrstu í lok tímabils. Angela kom til liðsins sem leikmaður rétt eftir áramótin, en sökum tafa á atvinnuleyfi spilaði hún ekkert með liðinu fyrr en tveimur mánuðum seinna.

 

Þá hefur A landsliðs leikstjórnandinn Embla Kristínardóttir einnig ákveðið að taka slaginn með liðinu í fyrstu deildinni og spila með þeim á komandi tímabili. Þá skrifuðu þær Sigrún Elfa Ágústsdóttir, Andra Björk Gunnarsdóttir, Elísabet María Magnúsdóttir, Ólöf Rún Óladóttir og Arna Sif Elíasdóttir allar einnig undir samninga.

 

Fréttir
- Auglýsing -