spot_img
HomeFréttirEM U20 kvenna hefst á laugardag

EM U20 kvenna hefst á laugardag

Á laugardaginn næsta 7.júlí mun U20 kvennlandsliðið hefja leik á EM í B-deild sem haldin er í Ordadea í Rúmeníu.

 

U20 kvennaliðið er fyrsta yngra landsliðið af sex sem hefur keppni á þessu sumri á EM en í kjölfarið á næstu dögum og vikum fara á EM U20 karlar, U18 stúlkur og drengir og U16 stúlkur og drengir.

 

U20 kvennaliðið er í riðli með:

Tyrklandi, Hvíta-Rússlandi, Danmörk, Tékklandi og Búlgaríu.

Í hinum riðli B-deildarinnar eru: Bretland, Grikkland, Ísrael, Rúmenía, Litháen og Úkraína.

 

Fyrsti leikurinn verður á laugardag kl.20:15 að íslenskum tíma þegar stelpurnar mæta Búlgaríu.

 

Allar upplýsingar um mótið stelpunum má sjá hér. Karfan.is mun gera mótinu góð skil á meðan á því stendur. 

 

Hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum:

Anna Lóa Óskarsdóttir                   Haukar

Anna Soffía Lárusdóttir                 Snæfell

Björk Gunnarsdóttir                       Njarðvík

Bríet Lilja Sigurðardóttir               Skallagrímur

Dagbjört Dögg Karlsdóttir            Valur

Hulda Bergsteinsdóttir                  Njarðvík

Katla Rún Garðarsdóttir                Keflavík

Kristín Rós Sigurðardóttir             Breiðablik

Magdalena Gísladóttir                   Haukar

Ragnheiður Björk Einarsdóttir    Haukar

Thelma Dís Ágústsdóttir               Keflavík

Þórdís Jóna Kristjándsdóttur       Haukar

 

Finnur Jónsson                                 þjálfari

Hörður Unnsteinsson                    aðstoðarþjálfari

Thelma Ragnarsdóttir                    sjúkraþjálfari

Bjarki Rúnar Sigurðsson                styrktarþjálfari

Birna Lárusdóttir                             fararstjóri

Fréttir
- Auglýsing -