spot_img
HomeFréttirEM: Spánverjar burstuðu Grikki

EM: Spánverjar burstuðu Grikki

21:16

{mosimage}

Andrei Kirilenko leikmaður Rússa í baráttunni í dag 

Milliriðlar á Evrópumótinu á Spáni hófust í dag þegar leikið var í E riðli. Ísraelar halda áfram að koma á óvart og sigruðu annað fyrrum Júgóslavíulýðveldi, Króatíu, ídag, 80-75.

Yaniv Green heldur áfram að leika vel fyrir Ísraela og skoraði 17 stig í dag og tók 16 fráköst en Meir Tapiro lék einnig vel, skoraði 11 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Hjá Króötum skoraði Mario Kasun 18 stig og tók 7 fráköst. Jasmin Rapesa þjálfari Króata, sem einnig þjálfar Lottomatica Roma sem Jón Arnór Stefánsson leikur með, var ekki bjartsýnn eftir leikinn á að Króatar kæmust í 8 liða úrslitin en þeir eiga eftir að mæta Evrópumeisturum Grikkjum og Rússum sem hafa ekki tapað leik í mótinu. 

Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram og lögðu Portúgala 78-65. Andrei Kirilenko skoraði 16 stig fyrir Rússana en Jorge Coelho var stigahæstur Portúgala með 11 stig. 

Í síðasta leik kvöldsins áttust við Heimsmeistarar Spánverja og Evrópumeistarar Grikkja og var von á hörkuleik en þessi lið áttust einmitt við í úrslitaleik HM í fyrra. Í byrjun var greinilegt að mikið lá undir og fyrstu stigin voru skoruð þegar um 3 mínútur voru liðnar af leiknum en þá skoruðu Grikkir 2 stig. Næstu 10 stig skoruðu Spánverjar og þar með voru línurnar lagðar. Spánverjar léku frábærlega í fyrri hálfleik og leiddu 45-24 í hálfleik. Juan Carlos Navarro lék sinn fyrsta leik í mótinu og var unun að horfa á samvinnu hans og félaga hans Pau Gasols. Grikkir reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkann en ekker gekk og að lokum sigruðu Spánverjar 76-58. 

Rudy Fernandez var stigahæstur Spánverja með 20 stig en Pau Gasol skoraði 15. Hjá Grikkjum skoraði Ioannis Bourousis 10 stig en aðrir minna. 

[email protected] 

Mynd: www.eurobasket2007.org 

Fréttir
- Auglýsing -