spot_img
HomeFréttirEM kvenna: Spánn og Rússland í undanúrslitin

EM kvenna: Spánn og Rússland í undanúrslitin

21:45

{mosimage}

Amaya Valdemoro var stigahæst Spánarstúlkna 

Rússar og Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna en Belgar og Litháar sitja eftir. Þar með hafa Rússar og Spánverjar tryggt sér að minnsta kosti sæti í forkeppni Ólympíuleikanna en Belgar og Litháar þurfa að kljást við Frakka og Tékka um fimmta og síðasta sætið í forkeppninni.

Rússar unnu Litháa örugglega í kvöld 75-58 eftir að Litháar höfðu leitt í hálfleik. Olga Arteshina var stigahæst Rússa með 17 stig en Iveta Marcauskaité skoraði 14 fyrir Litháa.

Spánverjar unnu Belga örugglega 72-53 en leið Belga hefur aðeins legið niður á við í mótinu eftir góða byrjun. Amaya Valdemoro skoraði 19 stig fyrir Spánverja og Ann Wauters var með 19 fyrir Belga.

Í undanúrslitum sem verða leikin á morgun eigast við Lettar og Rússar annars vegar og Spánverjar og Hvítrússar hinsvegar.

[email protected]

Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -