Stjórn FIBA Europe hefur að beiðni körfuknattleikssambandsins í Úkraínu ákveðið að fresta öllum ákvarðanatökum í sambandi Evrópumeistaramótið 2015 sem áætlað er að fari fram í Úkraínu. Margir eru uggandi vegna stöðu mála í Úkraínu og fjöldamargir hafa krafist þess að mótið yrði fært frá Úkraínu á annan stað sökum ástandsins.
Sambandsþing FIBA Europe fer fram nú um helgina og því mun það koma í hlut nýrrar stjórnar að ákveða hver örlög Evrópukeppninnar 2015 verða en stjórnin sem kosin verður um helgina verður við völd 2014-2018.
Í mars síðastliðnum var ákveðið að undirbúa áætlun um endurstaðsetningu mótsins ef til þess kæmi en framtíð Evrópukeppninnar 2015 ræðst líklegast á næstu vikum eða mánuðum. Alls eru 16 sambönd í Evrópu sem hafa líst vilja sínum til að taka alfarið eða að hluta til að sér skipulagningu og jafnvel sjálft mótahaldið.