spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025EM 2015 Berlín: Stemmning í fyrsta leik (Myndasafn)

EM 2015 Berlín: Stemmning í fyrsta leik (Myndasafn)

Þar sem að EM 2025 er handan við hornið er við hæfi að spóla örlítið tilbaka og rifja upp gamlar góðar minningar frá fyrsta leik Íslands á EM. Leikurinn var af stærri gerðinni þar sem að heimamenn í Þýskalandi tóku vel á móti okkar mönnum. Í raun svo vel að tóku þeir á móti okkur að leikurinn hefði hæglega getað dottið okkar megin. Þetta var 5. september og opnunarleikur mótsins í Berlín, gríðarleg spenna hjá stuðningsmönnum beggja liða. Dirk Nowitski allra skærasta stjarna Þjóðverja frá upphafi hafði gefið út að þetta væru hans síðustu leikir með þýska landsliðinu og Benz höllin var fullsetin.

Leikurinn tapaðist 71:65 en okkar menn sýndu þarna á ráspól í mótinu að þeir yrðu sýnd veiði en ekki gefin. Jón Arnór Stefánsson leiddi liðið með 23 stig og 5 stoðsendingar og Hlynur Bæringsson var frákastahæstur með 8 fráköst.

Myndirnar tala svo sínu máli hér að neðan:


Fréttir
- Auglýsing -