spot_img
HomeFréttirElvar verður frá vegna meiðsla í kvöld, en segist mæta ferskur í...

Elvar verður frá vegna meiðsla í kvöld, en segist mæta ferskur í leikinn gegn Georgíu “Þetta er ennþá í okkar höndum”

Ísland tekur á móti Spáni í Laugardalshöll í kvöld í næst síðasta leik undankeppni HM 2023. Síðasti leikur þeirra verður svo gegn Georgíu úti í Tíblisi komandi sunnudag 26. febrúar.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Möguleikar Íslands á að tryggja sig áfram og á lokamótið eru ennþá raunverulegir þrátt fyrir tvö erfið töp í síðasta glugga keppninnar. Fyrir leikinn eru Georgía og Ísland jöfn að sigrum með fjóra á meðan að Úkraína er einum sigurleik fyrir aftan með þrjá, en liðin þrjú berjast um síðasta sætið inn á lokamótið úr L riðil.

Karfan kom við á æfingu hjá liðinu í gær og ræddi við leikmann liðsins Elvar Már Friðriksson. Elvar hefur verið frábær fyrir Ísland í undankeppninni, en mun missa af leik kvöldsins vegna meiðsla. Hann sagði þó að mögulega yrði hann með liðinu í lokaleiknum úti í Georgíu.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -