spot_img
HomeFréttirElvar varnarmaður vikunnar í SSC riðlinum

Elvar varnarmaður vikunnar í SSC riðlinum

Elvar Már Friðriksson hefur verið í fantaformi undanfarið með Barry-háskólanum. Hann var útnefndur varnarmaður vikunnar fyrir síðustu viku og liðsfélagi hans Adrian Gonzalez var valinn besti leikmaður riðilsins í liðinni viku.

Elvar fær hér verðlaun fyrir afrek sín á varnarendanum með 3 varin skot, 4 stolna bolta og 5 varnafráköst já ásamt því að bæta við 27 stigum og 10 stoðsendingum í sigri Barry gegn Florida Southern. Þá var hann með 1 stolinn bolta og 5 varnarfráköst og 37 stig og 9 stoðsendingar í útisigri á Eagles. 

Annað kvöld hefst svo úrslitakeppnin í SSC riðlinum þar sem Barry, toppliðið, mætir Florida Tech í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar en Florida Tech lauk keppni í SSC riðlinum í 8. sæti. 

Fréttir
- Auglýsing -