spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar stigahæstur í tapi Denain

Elvar stigahæstur í tapi Denain

Franska Pro-B deildarkeppnin hefst á næstu dögum en leiðtogabikarinn er hafinn en þar keppast liðin um eitt sæti í úrslitakeppninni um að komast upp um deild. Eitt lið kemst sjálfkrafa í þá keppni í gegnum bikarkeppnina.

Denain er búið að leika tvo leiki í mótinu en liðið vann þennan leiðtogabikar á síðasta tímabili.

Í gær tapaði liðið gegn París 64-71. Þar voru íslendingarnir í liðinu í stóru hlutverki. Elvar Friðriksson var stigahæstur með 17 stig og 5 fráköst. Þá var Kristófer Acox með 8 stig og tvö fráköst.

Denain mætir Lille í viku í næstu umferð deildarinnar. Frank Booker leikur einnig með Evreux í þessari deild en hann var með eitt stig í síðasta leik.

Fréttir
- Auglýsing -