spot_img
HomeFréttirElvar stigahæstur í sjötta sigri Barry í röð

Elvar stigahæstur í sjötta sigri Barry í röð

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í nótt þegar Barry háskólinn vann sinn sjötta leik í röð þegar liðið lagði Nova Southestern 79-73. Elvar gerði 23 stig í leiknum og var með 4 stoðsendingar en það sem af er leiktíðinni hefur hann verið með 16,3 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Barry háskólann sem leikur í 2. deild NCAA háskólakeppninnar.

Næstu tveir leikir Barry eru á útivelli og báðir eru þeir deildarleikir í Sunshine State riðlinum. Barry hefur þegar leikið þrjá leiki í SSC riðlinum og unnið þá alla.

Fréttir
- Auglýsing -