spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaElvar staðfestur í Njarðvík

Elvar staðfestur í Njarðvík

Það ætti svo sem að koma fæstum á óvart að nú rétt í þessu voru Njarðvíkingar að staðfesta þær fregnir sem hafa verið nokkuð háværar um að Elvar Már Friðriksson muni leika með liðinu í vetur.

Elvar lenti í þeirri stöðu að lið hans í Frakklandi, Denan vildu gera skipulagsbreytingar á liði sínu og úr varð að samningi Elvars var sagt upp.  Í kjölfarið bárust þær fregnir að Elvar vildi svo sannarlega finna sér annað lið erlendis en að koma heim væri vissulega möguleiki líka.   Úr varð að Elvar er kominn heim og mun leika í Dominosdeild Karla í vetur.

 

Elvar gerði samning við Njarðvíkinga út tímabilið og engin klásúla er í samningi hans um að hann fari aftur í atvinnumennsku í vetur og var það að frumkvæði Elvars sjálfs samkvæmt heimasíðu UMFN.  Má búast við því að Elvar verði orðinn gjaldgengur í liði Njarðvíkinga strax á morgun gegn Grindavík.

 

Mynd: Heimasíða UMFN.is

Fréttir
- Auglýsing -