spot_img
HomeFréttirElvar: Spái Kentucky eða Wisconsin sem meistara

Elvar: Spái Kentucky eða Wisconsin sem meistara

Elvar Már Friðriksson leikmaður LIU Brooklyn og Njarðvíkinga kom í smá vorfrí til íslands nýliðna viku og spilaði meðal annars með Njarðvíkingum í tveimur leikjum.  Elvar settist niður og spjallaði við okkur léttilega um sitt fyrsta ár í háskólaboltanum og við hófum leik að spurja hvað stæði uppúr eftir fyrsta árið?
 
Það sem stóð upp úr í ár var upplifunin myndi ég segja, ferðast um Bandaríkin spila við stóra skóla á borð við St.Johns og Temple. Við vorum í lykilhlutverki í liðinu svo það var heldur ekki að skemma fyrir. Þetta var samt öðruvísi en maður bjóst við, mjög viltur bolti sem var spilaður oft og manni var kippt útaf fyrir minnstu mistök svo það gat oft tekið á. En það sem tekur við núna er mikið af styrktaræfingar og einstaklingsæfingar til að undirbúa mann ennfrekar fyrir næsta timabil.
 
En hvernig er háskólalífið búið að vera? 
 
Háskólalífið var mjög upp og niður, æfingarnar voru alla daga eins, prógrammið var alltaf eins og gat það verið þreytt oft á tíðum. Þjálfararnir reyndu að gera allt til að fá aga svo þetta byrjaði á her aga frá fyrsta degi og ekki skánaði það þegar við vorum ekki að vinna leiki í byrjun tímabils, en þegar leið á tímabilið og við fórum að vinna leiki þá fór þetta aðeins að róast og var aðeins meiri yfirvegun yfir þessu. Það komu tímar sem manni gekk ekki vel þá gat þetta verið virkilega erfitt en það tók smá tíma að brjóta sig í gegnum smá hindrun og þá var allt orðið fint aftur. En þetta er alls ekki alltaf dans á rósum og bara körfubolti en maður þarf að sinna náminu vel einnig svo það er fullt prógram allan daginn. Maður var að fara út í eitthvað sem maður gerði sér ekki almennilega grein fyrir hvernig allt yrði svo ég held að næstu ár munu vera þægilegari vegna þess að þetta ár fór mikið í því að venjast öllum aðstæðum og boltanum sem var spilaður
 
Nú spilaðiru með Njarðvíkingum í tvo leiki hér heima. Það var umræða um að þú yrðir jafnvel með þeim eitthvað í úrslitkeppninni.  Er von fyrir Njarðvíkinga að sjá þig aftur í grænu þennan veturinn?
 
Nei ég á ekki von á því. Ég er náttúrulega í námi hérna úti og ég vil klára það með góðri samvisku og einkunnum. Þetta er ekki bara körfubolti.
 
March Madness að byrja, mun Elvar Már fylla út sinn “Brackett” þetta árið og ef svo hvernig sérðu fyrir þér úrslit þar?
 
Já verður maður ekki að gera það.  Kentucky hafa ekki tapað leik í vetur svo hef ég fylgst aðeins með Wisconsin og þeir eru mjög skemmtilegt lið sem eru líklegir til sigurs. Af einstökum leikmönnum sem gætu skarað framúr og verið jafnvel ofarlega í NBA valinu þá eru það Karl-AnthonyTowns og Wille Cauley Stein í Kentucky svo býst ég við að Jahlil Okafor í Duke og D’angelo Russell í Ohio St. eigi eftir að vera góðir í úrslitunum.  Wisconsin eru einnig með skemmtilegt par í Frank Kaminsky og Sam Dekker. En ef ég ætti að velja lið til sigurs þá er erfitt að horfa fram hjá Kentucky. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -