Barry University með Elvar Már Friðriksson innanborðs urðu í gær meistarar í SSC deild sinni ásamt reyndar liði Eckerd sem þeir reyndar pökkuðu saman í úrslitaleik í gær. Í leiknum í gær gegn Eckerd skólanum skoraði Elvar 15 stig og sendi 9 stoðsendingar í 82:69 sigri liðsins í síðasta deildar leiknum í ár. Þessi sigur þýðir að Barry háskólinn mun hefja úrslitakeppni SSC (Sunshine State Confrence) sem lið númer 1 á miðvikudaginn kemur þegar þeir spila gegn Florida Shouthern skólanum. Svipmyndir ur leiknum má sjá hér að neðan. Elvar er að ekki að skila dónalegum tölum þetta árið þar sem hann er stoðsendingahæstur yfir öll Bandaríkin í D2 (2. deild) háskólaboltans. Ef þetta yrði svo borið saman við D1 skólana væri Elvar þar í 2. sæti. Sjá töflu að neðan.




