Marist með Kristinn Pálsson innanborðs tapaði í gærkvöldi gegn liði Iona, 90:80 á heimavelli Iona. 12 stgi og 8 fráköst frá Kristni dugðu skammt gegn sterku liði Iona en Kristinn lék 38 mínútur í leiknum. Marist eru nú með 4 sigra og 10 tapleiki það sem af er tímabilinu en eru með 1 sigur og 4 tapleiki í MAAC deildinni.
Elvar Már Friðriksson átti enn einn stórleikinn fyrir Barry University sem sigraði lið Embry Riddle, 120:100. Elvar lék 34 mínútur í leiknum en staðan í hálfleik var 55:56 og allt stefndi í hörku leik.
Furman háskólinn með Kris Acox í fararbroddi sigraði lið Chattanooga, 70:55. Kristófer okkar setti niður 8 stig og reif 5 fráköst á 26 mínútum fyrir Furman og sem endranær var hann í byrjunarliðinu.
Martin Hermannsson skoraði 17 stig sem dugðu ekki gegn liði St Francis Univeristy (ekki STF Brooklyn) þegar LIU tapaði 72:65
St Francis Brooklyn skellti svo liði Robert Morris sem LIU hafði tapað fyrir fyrr í vikunni í miklum leik varnar. Lokastaðan, 49:56 fyrir St Francis. Gunnar Ólafsson komst ekki á skorblaðið en Dagur Kár Jónsson skellti í einn þrist á þeim 18 mínútum sem hann spilaði í leiknum.
Loks sigruðu Columbus háskólinn lið Georgia College með minnsta mun í hörku leik 82:83. Matthías Orri Sigurðarson spilaði 19 mínútur í leiknum og skoraði 5 stig og sendi 2 stoðsendingar. Columbus átti flotta endurkomu í seinni hálfleik eftir að hafa verið undir í hálfleik með 9 stigum, 42:33



