spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már tryggði PAOK sigur með minnsta mun mögulegum

Elvar Már tryggði PAOK sigur með minnsta mun mögulegum

Elvar Már Friðriksson og PAOK lögðu Lavrio með minnsta mun mögulegum í kvöld í grísku úrvalsdeildinni, 66-65.

Það var Elvar Már sem skoraði síðustu stig PAOK af vítalínunni þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum, en í heild var hann með fimm stig, þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar á rúmri 31 mínútu spilaðri.

Með sigrinum ná PAOK og Elvar að halda í við topplið deildarinnar, en þeir eru nú í 6. sætinu með 22 stig, 6 stigum fyrir neðan Panathinaikos sem eru í efsta sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -