spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már til Grikklands

Elvar Már til Grikklands

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur samið um að leika með PAOK í Grikklandi á komandi tímabili.

Elvar Már kemur til Grikklands frá Rytas í Liháen, þar sem hann var mikilvægur hlekkur í liði sem bæði lenti í öðru sæti deildarkeppninnar og tapaði svo í úrslitaeinvígi úrslitakeppninnar. Með Rytas skilaði hann 9 stigum og 4 stoðsendingum að meðaltali í deild á síðustu leiktíð.

PAOK leikur í efstu deild Grikklands og varð í 4. sæti á síðustu leiktíð, þá voru þeir einnig í Meistaradeild Evrópu.

Fréttir
- Auglýsing -