Ísland lagði Ítalíu úti í Tortona í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2027, 76-81.
Fyrir leik
Þessi undankeppni sú þriðja í röð þar sem Ísland lendir í riðli með Ítalíu. Íslenska liðinu gengið nokkuð vel gegn þeim þessum tveimur síðustu, þar sem þeir unnu heimaleikinn gegn þeim í undankeppni HM23 og svo útileikinn gegn þeim í undankeppni EuroBasket 2025.
Byrjunarlið Íslands
Tryggvi Snær Hlinason, Haukur Helgi Briem Pálsson, Jón Axel Guðmundsson, Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson.

Gangur leiks
Íslenska liðið byrjar leikinn af krafti og nær að setja fyrstu tvæ körfur leiksins, 0-5. Ítalska liðið á svo næsta áhlaup og ná heimamenn ágætis tökum á leiknum. Leikurinn þó í járnum undir lof dyrsta fjórðungsins sem endar, 21-21, þar sem Tryggvi Snær fór mikinn fyrir Ísland, með 7 stig á þessum upphafsmínútum.
Í öðrum leikhlutanum er komið að Elvari Má að leiða íslenska liðið. Hann setur nokkra þrista, vörnin heldur og Ísland nær að vera skrefinu allan fjórðunginn. Munurinn fjögur stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 34-38.
Stigahæstir fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum voru Elvar Már Friðriksson með 13 stig og Tryggvi Snær Hlinason með 9 stig.
Leikurinn er nokkuð jafn og spennandi í upphafi seinni hálfleiksins. Íslenska liðið hótar því í nokkur skipti að slíta sig almennilega frá heimamönnum, en virðist eiga í vandræðum með það. Halda þó forskoti sínu í þeim þriðja og er munurinn 7 stig fyrir lokaleikhlutann, 54-61.
Ítalska liðið tætir niður þessi nokkru stig sem Ísland leiddi með í upphafi fjórða leikhlutans og eru sjálfir komnir með forystuna um miðbygg fjórðungsins. Leikar þó nokkuð jafnir inn í brakmínútur leiksins, en þegar tvær mínútur eru til leiksloka munar þremur stigum Ítalíu í vil, 75-72.
Á lokamínútunum gerir íslenska liðið gífurlega vel og eru heppnir að heimamenn ná ekki að nýta sér ferðir sínar á gjafalínuna. Með tæpar 14 sekúndur eftir setur Elvar Már tvö víti til að koma Íslandi í þriggja stiga forystu, 76-79. Vörn Íslands heldur á lokasekúndunum og að lokum fer Ísland með fimm stiga sigur af hólmi, 76-81.

Atkvæðamestir
Elvar Már Friðriksson var atkvæðamestur fyrir íslenska liðið í kvöld með 29 stig og 5 stoðsendingar. Næstur honum var Tryggvi Snær Hlinason með 16 stig og 6 fráköst.
Hvað svo?
Annar leikur íslenska liðsins í undankeppninni er komandi sunnudag heima í Laugardalshöllinni gegn Bretlandi.



