spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már stoðsendingahæstur í fyrsta deildarleik Giants

Elvar Már stoðsendingahæstur í fyrsta deildarleik Giants

Elvar Már Friðriksson og Telenet Giants Antwerp unnu fyrsta leik vetrarins í kvöld gegn Hubo Limburg United í BNXT deildinni, 72-81.

Elvar Már lék rúmar 30 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 9 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum, en hann var stoðsendingahæstur í liði Giants í kvöld.

Næsti leikur Giants er gegn Spirou Charleroi komandi sunnudag 26. september.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -