spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már og Rytas sópuðu Neptunas út úr 8 liða úrslitunum

Elvar Már og Rytas sópuðu Neptunas út úr 8 liða úrslitunum

Elvar Már Friðriksson og meistarar Rytas tryggðu sig áfram í fjögurra liða úrslit LKL deildarinnar með öðrum sigri sínum gegn Neptunas, 107-99.

Í undanúrslitum mun liðið mæta Jonavos, en þeir höfðu endað deildarkeppnina í 6. sæti deildarinnar.

Á tæpum 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 7 stigum, 2 fráköstum, 7 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -