spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már og Rytas halda pressu á efsta sætinu í Litháen

Elvar Már og Rytas halda pressu á efsta sætinu í Litháen

Elvar Már Friðriksson og meistarar Rytas lögðu Neptunas í dag í LKL deildinni í Litháen, 86-90.

Á rúmum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 5 stigum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Leikurinn var sá sjötti sem Rytas vinnur í röð í deildinni, en sem áður eru þeir í öðru sætinu, einum sigurleik fyrir aftan Zalgiris sem eru í efsta sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -