spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már og PAOK úr leik í Meistaradeildinni

Elvar Már og PAOK úr leik í Meistaradeildinni

Elvar Már Friðriksson og PAOK eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í þriðja leik gegn Tofas frá Tyrklandi í umspili um sæti í 16 liða úrslitum keppninnar, 71-84. PAOK hafði tapað fyrsta leiknum, unnið annan og um var því að ræða oddaleik í kvöld um hvort liðið færi áfram.

Elvar Már var besti leikmaður PAOK í leiknum, en á rúmum 34 mínútum spiluðum skilaði hann 18 stigum, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -