spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már og PAOK settu aðeins 11 stig í seinni hálfleik

Elvar Már og PAOK settu aðeins 11 stig í seinni hálfleik

Elvar Már Friðriksson og PAOK máttu þola nokkuð stórt tap fyrir Peristeri í dag í grísku úrvalsdeildinni, 35-71. Tölur sem fyrir margt eru áhugaverðar, ekki síst fyrir þá staðreynd að PAOK náði aðeins að setja 4 stig í þriðja leikhluta og 7 stig í þeim fjórða.

Elvar Már lék um 25 mínútur í leiknum og skilaði á þeim fjórum stigum, þremur fráköstum, tveimur stoðsendingum og þremur stolnum boltum.

PAOK eru á ágætisstað í deildinni þrátt fyrir tapið, í 5. sætinu með 20 stig, 6 stigum fyrir neðan topplið Panathinaikos.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -