spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már og PAOK í umspil í Meistaradeildinni

Elvar Már og PAOK í umspil í Meistaradeildinni

Elvar Már Friðriksson og PAOK töpuðu fyrir Galatasaray í kvöld í Meistaradeild Evrópu, 79-85.

Á 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 9 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Leikurinn var sá síðasti í fyrstu umferð keppninnar, en PAOK höfnuðu í öðru sæti G riðils og munu næst mæta Tofas í einvígi um að komast í aðra umferð keppninnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -