spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már og Giants töpuðu fyrir Leuven

Elvar Már og Giants töpuðu fyrir Leuven

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tap í dag fyrir Leuven Bears í BNXT deildinni í Belgíu, 84-67.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar, hvort um sig með þrjá sigra og tvö töp það sem af er tímabili.

Á um 24 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 3 stigum, 3 fráköstum, 4 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Næsti leikur Giants í deildinni er gegn Liege þann 22. október.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -