Á lokahófi þeirra Njarðvíkinga í félagsheimilinu Stapa í gærkvöldi voru þeir leikmenn sem þóttu skara framúr í vetur verðlaunaðir. Það ætti að koma fæstum á óvart að Elvar Már Friðriksson var valin besti leikmaður karla liðsins og hjá stúlkunum var Ásdís Vala Freysdóttir valin besti leikmaður. Bestu varnarmenn liðana voru Ólafur Helgi Jónsson og Andrea Björt Ólafsdóttir og svo fór það í skaut Loga Gunnarssonar að hreppa nafnbótina mikilvægasti leikmaður karla liðsins. Dugnaðarforkur kvennaliðsins var svo valin Aníta Carter.
Efnilegustu leikmenn þetta árið voru valin Guðlaug Júlíusdóttir og Maceij Baginski.
Kvöldið var veglegt hjá þeim Njarðvíkingum og var kvöldið stútfullt af góðum atriðum. Örvar Þór Kristjánsson sá um veislustjórn af sinni alkunnu snilld og ræðumaður kvöldsins var Þorkell Máni Pétursson (Máni á X-inu) en hann hreinlega fór á kostum í ræðu sinni og gaf vissulega tóninn fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í bænum.