spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már öflugur í Meistaradeildinni

Elvar Már öflugur í Meistaradeildinni

Elvar Már Friðriksson og Rytas unnu fyrsta leik sinn gegn PAOK í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 85-62, en vinna þarf tvo leiki til að tryggja sig áfram.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 10 stigum, 2 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Rytas getur tryggt sig áfram með sigri í næsta leik, en hann fer fram miðvikudaginn 11. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -