spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már öflugur er Úlfarnir bundu enda á sigurgöngu Rytas

Elvar Már öflugur er Úlfarnir bundu enda á sigurgöngu Rytas

Elvar Már Friðriksson og Rytas máttu þola tap í dag fyrir Wolves í LKL deildinni í Litháen, 76-88.

Rytas höfðu fyrir leik dagsins unnið síðustu sjö deildarleiki sína, en þeir eru nú í 2. sæti deildarinnar með tíu sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 12 stigum, 6 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Rytas í deildinni er þann 14. janúar gegn Prienai.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -