spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már öflugur er Rytas vann sinn fimmta leik í röð

Elvar Már öflugur er Rytas vann sinn fimmta leik í röð

Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Pieno Zvaigždės nokkuð örugglega í kvöld í LKL deildinni í Litháen, 72-107.

Rytas er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 15 sigra og 4 töp það sem af er tímabili, en í efsta sætinu eru Zalgiris einum sigurleik á undan þeim.

Á rúmum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 10 stigum og 6 stoðsendingum.

Næsti leikur Rytas í deildinni er eftir landsleikjahlé þann 5. mars gegn Juventus.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -