spot_img
HomeFréttirElvar Már með Njarðvíkingum í kvöld

Elvar Már með Njarðvíkingum í kvöld

„Það verður gaman að sjá þá Bonneau og Elvar Már spila saman þar sem þetta eru einu sneggstu leikmenn deildarinnar. Elvar hefur æft með liðinu og það er eins og hann hafi aldrei farið neitt,” sagði Gunnar Örlygsson formaður KKD UMFN í viðtali nú rétt í þessu og staðfesti það að Elvar Már Friðriksson sem er í fríi (Springbreak) á landinu frá LIU háskólanum næstu vikuna. Elvar hefur verið líkt og flestir vita að spila í Brooklyn en lið hans LIU féll úr leik og tímabilinu þar er lokið. Elvar mun því vera í búning í kvöld í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni. 
 
“Það er nú ekki loku fyrir því skotið að hann verði jafnvel með okkur í úrslitakeppninni en við sjáum bara til hvernig þetta þróast en við hefjum leik á þessu.” bætti Gunnar við. 
Fréttir
- Auglýsing -