spot_img
HomeSubway deildinElvar Már með Ihandle

Elvar Már með Ihandle

Elvar Már Friðriksson nýr liðsmaður Maroussi á Grikklandi verður meðstjórnandi Shawn Faust á IHandle æfingabúðum núna í 18 til 20. júní. Ihandle búðirnar hafa fest sig í sessi sem einu vinsælustu æfingabúðirnar sl. ár á Íslandi og fjölbreyttar æfingar Shawn Faust hafa skilað sér í færni leikmanna.

Í ár bætist við auka rjómi á Ihandle kökuna þegar Elvar Már Friðriksson mun verða Faust til halds og trausts allar búðirnar og miðla bæði æfingum og reynslu sinni með iðkendum æfingana. Elvar Má ættu svo sem flestir að þekkja en glæstur ferill hans og reynsla mun að sjálfsögðu skila góðu námskeið í enn betra.

Örfá sæti eru laus enn í búðirnar og hægt er að skrá sig með því að smella hér.

Frekari upplýsingar er hægt að finna hér um búðirnar.

Fréttir
- Auglýsing -