spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már með 25 stig í framlengdum sigurleik í Belgíu

Elvar Már með 25 stig í framlengdum sigurleik í Belgíu

Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögðu Spirou í dag í framlengdum leik í BNXT deildinni í Belgíu, 90-81.

Eftir leikinn eru Giants í öðru s´ti deildarinnar með 7 sigra og 3 tapaða það sem af er tímabili.

Á rúmum 32 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 25 stigum, 3 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Næsti leikur Giants í deildinni er gegn Belfius Mons þann 3. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -