spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már hetjan er PAOK tryggðu sér oddaleik í Meistaradeildinni

Elvar Már hetjan er PAOK tryggðu sér oddaleik í Meistaradeildinni

Elvar Már Friðriksson og PAOK lögðu Tofas með minnsta mun mögulegum eftir tvíframlengdan leik í Meistaradeild Evrópu í í kvöld, 87-88 og var það Elvar sem tryggði PAOK sigurinn með síðustu stigum síns liðs er hann setti niður þrjú víti þegar rúm mínúta var eftir.

Á tæpum 36 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 18 stigum, 2 fráköstum, 8 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var stigahæstur í liði PAOK í leiknum.

Með sigrinum jafnaði PAOK einvígi sitt gegn Tofas, 1-1, en oddaleikur fer fram þann 16. janúar um hvort liðið fer áfram í 16 liða úrslit keppninnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -