spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már frábær er Rytas tryggði sig í undanúrslit bikarkeppninnar

Elvar Már frábær er Rytas tryggði sig í undanúrslit bikarkeppninnar

Elvar Már Friðriksson og Rytas tryggðu sig áfram í undanúrslit bikarkeppninnar í Litháen í kvöld með 20 stiga sigri gegn Nevezis, 98-78.

Leikið var heima og heiman, en fyrri leiknum hafði Rytas tapað með 8 stigum á heimavelli Nevezis, 78-70, svo í kvöld hefði dugað þeim að sigra með fleiri stigum en 8 til þess að tryggja sig áfram.

Eftir venjulegan leiktíma í kvöld var staðan 81-73 og því jafnt eftir tvo leiki. Samkvæmt reglum var leikurinn því framlengdur og tókst Rytas að vinna framlenginguna með 12 stigum, 17-5 og tryggja sig áfram.

Í undanúrslitunum munu þeir mæta Jonavas á hlutlausum velli, fyrrum heimavelli Elvars í Siauliai, helgina 18.-19. febrúar.

Elvar Már skilaði flottri frammistöðu fyrir Rytas í leik kvöldsins, með 16 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -