spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már fór fyrir Siauliai í góðum sigri á Neptunas

Elvar Már fór fyrir Siauliai í góðum sigri á Neptunas

Elvar Már Friðriksson og Siauliai unnu í dag Neptunas í LKL deildinni í Litháen, 88-94. Sigurinn sá þriðji hjá Elvari og félögum í vetur, en þeir hafa tapað níu leikjum.

Elvar Már var framlagshæsti leikmaður Siauliai í dag. Á tæpum 33 mínútum spiluðum skilaði hann 11 stigum, 3 fráköstum, 11 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -