spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Elvar Már ekki meiddur

Elvar Már ekki meiddur

Lykilleikmaður Íslands Elvar Már Friðriksson tók lítinn þátt í seinni hálfleik leiks Íslands gegn Litháen í kvöld eftir að hafa verið frábær í þeim fyrri.

Samkvæmt heimildum Körfunnar mun þó ekki vera um eiginleg meiðsl að ræða hjá Elvari. Elvar ku hafa tjáð sjúkrateymi liðsins að hann væri þreyttur aftan í læri og hafi liðið því ekki viljað spila honum í seinni hálfleiknum útaf meiðslahættu, stutt sé í mót og á milli leikja á því.

Hann mun því vera klár í mótið frá fyrsta leik þess komandi fimmtudag 28.ágúst.

Fréttir
- Auglýsing -