spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már ekki með er Siauliai töpuðu fyrir Rytas

Elvar Már ekki með er Siauliai töpuðu fyrir Rytas

Siaulia, lið landsliðsmannsins Elvars Friðrikssonar, máttu þola stórt tap í dag fyrir sterku liði Rytas í úrvalsdeildinni í Litháen, 104-68. Eftir leikinn eru Siauliai í 7. sæti deildarinnar með 12 sigra og 21 tap það sem af er tímabili.

Elvar Már var ekki með liðinu í leik dagsins, en samkvæmt heimildum fékk hann fingur í auga á dögunum og var því frá vegna meiðsla. Hann mun þó verða klár fyrir næsta leik liðsins sem er gegn Juventus komandi þriðjudag 4. maí.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -