spot_img
HomeFréttirElvar Már eftir mikilvægt framlag í endurkomusigri gegn Hollandi "Ég hélt bara...

Elvar Már eftir mikilvægt framlag í endurkomusigri gegn Hollandi “Ég hélt bara áfram að vera áræðinn og svo loksins opnuðust flóðgáttirnar.”

Ísland lagði Holland í einkennilegum leik í undankeppni HM 2023 í Ólafssal í kvöld, 67-66. Íslenska liðið lenti mest 16 stigum undir en náðu að sækja sigurinn á lokamínútunum. Fyrir leik voru Ísland, Ítalía og Holland öll tryggð áfram úr H-riðlinum hvernig sem leikirnir færu, enda hefur Rússlandi, fjórða liðinu í riðlinum, verið meinað að taka frekari þátt í undankeppninni sökum innrásar Rússlands í Úkraínu. Sigurinn setur Ísland tímabundið í efsta sætið í riðlinum. Ísland er komið áfram með þrjá sigra í fjórum leikjum og á því enn góða möguleika á að komast á HM 2023.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Elvar Má Friðriksson eftir leikinn. Elvar Már skilaði 20 stigum í leiknum og þar af 12 stigum í lokaleikhlutanum til að tryggja Íslandi forystuna á lokakaflanum.

“Ég hélt bara áfram að vera áræðinn og svo loksins opnuðust flóðgáttirnar.”
Fréttir
- Auglýsing -