spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már drjúgur gegn Aris Midea

Elvar Már drjúgur gegn Aris Midea

Elvar Már Friðriksson og PAOK lutu í lægra haldi gegn Aris Midea í grísku úrvalsdeildinni, 77-63.

Elvar Már lék tæpar 33 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 9 stigum, 3 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var næst framlagshæstur í liði PAOK í leiknum.

PAOK eru eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 26 stig, 6 stigum fyrir neðan Olympiacos sem eru í efsta sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -