spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már átti stórleik er Siauliai tókst hið ómögulega - Áfram í...

Elvar Már átti stórleik er Siauliai tókst hið ómögulega – Áfram í bikarkeppninni

Elvari Már Friðrikssyni og Siauliai tókst hið ómögulega í kvöld þegar að liðið sló út lið Dzukija í sextán liða úrslitum Konungsbikarsins í Litháen, en keppnin er nefnd í höfuðið á fyrsta konung þeirra Mindaugas, sem krýndur var árið 1253.

Leiknir voru tveir leikir, þar sem að Siauliai tapaði þeim fyrri með 25 stigum, 71-96 og þurftu því að vinna í kvöld með meira en það til að komast áfram. Það rétt hafðist hjá þeim, lokatölur í kvöld 101-74, eða 26 stiga sigur og Siauliai því áfram.

Elvar átti stórleik fyrir Siauliai í kvöld. Á tæpum 27 mínútum spiluðum skilaði hann 27 stigum og 9 stoðsendingum, en hann leiddi alla aðra leikmenn leiksins í framlagi í kvöld með 30.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -