spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már atkvæðamikill í öruggum sigri í Liege

Elvar Már atkvæðamikill í öruggum sigri í Liege

Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögðu í kvöld Liege í BNXT deildinni í Belgíu, 75-100.

Eftir leikinn eru Giants í 3. sæti deildarinnar með fjóra sigra og tvö töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 10 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Næsti leikur Giants í deildinni er heimaleikur gegn Brussels þann 1. nóvember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -