spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már atkvæðamikill gegn Mechelen

Elvar Már atkvæðamikill gegn Mechelen

Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tap í kvöld fyrir Kangeroes Basket Mechelen í BNXT deildinni, 85-90.

Leikurinn var sá fyrsti sem Giants tapa í vetur, en áður höfðu þeir unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Elvar Már átti nokkuð góðan leik fyrir Giants þrátt fyrir tapið, skilaði 16 stigum, 2 fráköstum, 6 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti á tæpum 27 mínútum spiluðum.

Næsti leikur Giants er gegn Belfius Mons þann 2. október.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -